Hinn skemmtilegi Jack Black og leikarinn/handritshöfundurinn Mike White ( en White skrifaði einmitt handritið að Orange County sem Black lék í ) munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni School Of Rock. Í myndinni leikur Black tónlistarmann einn sem gerist forfallakennari í einkaskóla einum. Eðli hans gerir það síðan að verkum að töluvert fer að losna um járnagann eftir að hann hefur kennslu. Myndinni verður leikstýrt af Richard Linklater ( Waking Life ) og tökur hefjast í næsta mánuði.

