Óþekktaranginn hann Russell Crowe mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cinderella Man. Myndin fjallar um boxarann fræga Jim Braddock, en hann barðist á kreppuárunum og var hetja fólksins. Upphaflega ætlaði Billy Bob Thornton að leikstýra Ben Affleck í aðalhlutverkinu, en það datt síðan upp fyrir. Þá ætlaði Crowe að leika aðalhlutverkið, en Lasse Hallström ætlaði að leikstýra. Þegar tökur töfðust á næstu stórmynd Crowe, Master & Commander, hætti Hallström við. Þá kom upp sú staða, að fyrst Ron Howard væri hættur við að leikstýra stórmyndinni The Alamo, þá gæti hann komið í staðinn. Þannig vill það til að þessir tveir eru að fara að vinna saman aftur, en eins og alþjóð veit þá stóðu þeir á bak við hina lélegu óskarsverðlaunamynd A Beautiful Mind. Tökur á myndinni ættu að hefjast í nóvember.

