Meira um Black Hawk Down

Þær fréttir voru að berast að við tökur á nýjustu mynd Ridley Scott ( Gladiator , Hannibal ) , sem nefnist Black Hawk Down, að í fyrsta sinn í sögunni hefði bandaríski herinn sent þyrlur og hermenn á erlenda grund í þeim tilgangi einum að taka þátt í gerð kvikmyndar. Voru sendar þrjár þyrlur og tæplega 30 hermenn til Marokko þar sem tökur myndarinnar fara fram. Mun Sony kvikmyndaverið að öllum líkindum bæta einhverju fé í ríkiskassann í staðinn fyrir aðstoðina.