Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð bara að segja að ég er býsna ánægður með myndina. Ég vissi við hverju átti að búast og mér kom reyndar svolítið á óvart hversu miklu af óhugnaðinum úr bókinni var haldið í myndinni. Hún fer kannski hægt af stað en eftir hlé kemur rífandi rykkur sem helst allt til enda. Það sem ég held að margir séu ósáttir við er hversu lítið hlutverk Clarice á í þessari mynd þegar maður skoðar málið eftir á. Ég er sjálfur alveg sáttur við það, þetta gengur upp fyrir mér ef maður hugsar málið þannig að fyrri myndin hefði heitið Clarice og seinni myndin Hannibal. Fyrri myndin var um hana og hennar reynslu af því að ganga inn í þennan heim og því var óhugnaðurinn í fyrirrúmi. Þessi mynd er um Hannibal, sem lifir og hrærist í þessum heimi. Fyrir honum er þetta allt eðlilegt og sjálfsagt og því þarf óhugnaðurinn að vera sýnilegur, þú ert ekkert að læðast í kring um þetta eins og köttur í kring um heitan graut ef þú ert að fjalla um Hannibal, það bara er ekki hægt. Því finnst mér að mörgu leyti óeðlilegt að bera saman þessar myndir, það væri eins og að bera Silence of the Lambs saman við Henry: Portrait of a serial killer. Þar var óhugnaðurinn í því sem hann gerði, myndin var um hann og því ekki hægt að taka á þessu með öðru móti. Um leikarana má það segja að það sem Julianne Moore gerir, gerir hún vel. Hopkins er djöfulmagnaður og á þessa mynd með húð og hári. Mér fannst sérstaklega gaman að sjá allar hliðarnar á honum, fræðimaðurinn, yfirstéttarsnobbarinn, sadistinn og dýrið (mér bresta lýsingarorð). Gallinn er: Mér finnst hann orðinn of gamall fyrir þetta hlutverk. Mínar tvær krónur.
Skrítið að finnast ég vera að gefa myndinni of lítið en samt of mikið. Þetta er góð mynd, verð ég að viðurkenna, en langt í frá að vera jafn spennandi og Lömbin þagna, hana skortir þessa sálrænu spennu og þungavikt sem fyrri myndin hafði og persónan Clarice Starling, mjög vel leikin af Julianne Moore, er eitthvað svo flöt því það vantar á einhvern hátt öll þau einkenni sem hún hafði í fyrri myndinni, þarna er hún vammlaus, blind gyðja réttlætis og góðmennsku án nokkurs efa að manni finnst og einhvern veginn virkar það á mig eins og hún eigi að vera hasarhetja frekar en persóna. Það sem upp úr stendur er Hannibal sjálfur stórkostlegt dæmi um siðblindu og viðbjóð sem ekki er hægt að gera sér í hugarlund, og það verður að játast að Anthony Hopkins umbreytist allur í þessu hlutverki, geðveikislegt augnaráðið og öll hans hegðun gera mann dauðskelfdan og að mæta þessari persónu í myrkri myndi nokk örugglega skelfa úr mér líftóruna, aðrir leikarar komast vel frá sínu og þá sérstaklega Giannini sem er einstaklega sannfærandi ítölsk lögga. Hlutur Gary Oldman, sem er óþekkjanlegur sem ríkur geðsjúklingur og fórnarlamb Hannibals er líka mjög stór, þrátt fyrir að förðunardeildin hafi farið hamförum í að reyna að skapa algjöran ófögnuð, nær hann að láta óeðli dýrsins skína út úr hverjum andlitsdrætti dýrsins og maður er þakklátur fyrir að hann skuli bundinn í hjólastól. Þrjár stjörnur fær þessi mynd fyrir A.Hopkins og G.Oldman sem leika sinn hvorn brjálæðinginn og það sem upp á vantar í fjórðu stjörnuna skrifast á handritið, en flatneskjan og klisjurnar sem koma út úr Hannibal hljóta að skrifast á það og þær tilraunir Hollywood til að skapa hittara úr lélegri bók Harris, hafa tekist en hefði samt getað orðið betri, ef sumum formúlanna hefði verið sleppt, en samt fæ ég mig ekki til að gefa henni minna en 3 stjörnur.
Þessi mynd er að mínu mati langt því frá jafn góð og silence of the lambs, ef ekki væri fyrir frábæran leik Anthony hopkins
fengi myndin bara eina og hálfa stjörnu.
Þetta er semt allt í lagi afþreying ef þú hefur ekkert að gera.
Hreint og beint ömurleg mynd ! Ég sá hana í sjónvarpinu og my god það munaði littlu að ég seldi sjónvarpið. Hannibal-The Canibal-Lecter er komin aftur og er núna að ógna aftur lögreglumanninum Clarice Starling. Endalaust kjaftæði sem kemur manni á óvart miðað við Gladiator og Blade Runner sem voru báðar leikstýrðar af Ridley Scott !
Eftirminnileg setning :
Hannibal: You know, I'm really looking forward to eating your wife !
Ég hef aldrei á ævinni orðið jafn móðgaður og þegar Hannibal skítaklesstist á stærsta tjald Háskólabíós. En það er þannig með hreinan viðbjóð að hann á meira sameiginlegt með hreinni snilld en mainstream fjölritun.
Hvað kvikmyndina sjálfa varðar þá er í raun ekkert að henni þannig séð. Það er ekki svo að leikstjórinn hafi verið drukkinn í tökum og að griplarnir hafi verið riðuveikir. Fjarri því. Myndin er líklega vel gerð. Leikurinn er ekkert hræðilegur og söguþráðurinn er ekki um amerískan ofurhuga sem bjargar heiminum frá klóm hryðjuverkamanna sem trúa á and-kapítalísk gildi.
Móðgunin var samt sem áður til staðar og mig verkjaði augun og eyrun þegar myndin blasti við í allri sinni meðalmennsku. Hvað var það sem fór svona hræðilega í mínar fínustu?
Ja, sko. Mig grunar að ég beri meiri virðingu fyrir persónunni Hannibal Lecter, sem birtist í Silence of the Lambs, en fyrir meðalmennsku í kvikmyndagerð. Sem betur fer fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þá heitir myndin ekki Silence of the Lambs 2: Hannibal Lecter strikes again and makes weak minded people do silly things to them selves. Heldur einfaldlega Hannibal. Ég gat þó huggað mig við að titill myndarinnar gaf manni nokkuð færi á að slíta sig frá tengingu við gamla meistaraverkið.
En ég er enn hálf bitur. Hvað var verið að pæla? Þessi nýji Hannibal er krappetíkrapp og alls ekki svalur. Hann er alls ekkert ólíkur mörgum sem ég þekki. Siðblindur og sannfærandi með mikið af lyfjum í farteskinu. Í stað þess að nauðga á útihátíð þá lætur hann fólk finna fyrir því á Ítalíu. Blaahhh...
Engin stjarna er eiginlega of mikið. En athugið að þessi gagnrýni er byggð á innri tilfinningum en ekki vísindalegu athugunarferli.
Mestu vonbrigði kvikmyndaheimsins síðan sneitt brauð(?)
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$87.000.000
Tekjur
$351.692.268
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. febrúar 2001
VHS:
30. ágúst 2001
- Dr. Hannibal Lecter: I must confess to you, I'm giving very serious thought, to eating your wife.
- Clarice: I wasn't speaking to you, Mr. Krendler. When I speak to you, you'll know it because I'll look at you.