Endurgerð Verunnar úr Lóninu

Endurgera á hina klassísku Creature From The Black Lagoon. Universal kvikmyndaverið hefur ráðið Tedi Sarafian ( Terminator 3: Rise of the Machines ) til þess að skrifa handrit myndarinnar, en hún verður framleidd af Gary Ross ( Pleasantville ). Það var nefnilega faðir hans, Arthur Ross, sem skrifaði handrit upphaflegu myndarinnar, og er Gary að reyna að halda arfleifð föður síns á lífi.