Paramount kvikmyndaverið hefur öðlast réttinn á Jack Ryan skáldsögunni Red Rabbit, sem er líkt og allar hinar, eftir höfundinn Tom Clancy. Þeir eru búnir að borga Robert Rodat ( Saving Private Ryan ) 2 milljónir dollara fyrir að skrifa handritið að myndinni í von um hágæðahandrit. Það er nefnilega ekki til neinn samningur við Ben Affleck um leik í framhaldi, en hann lék eins og kunnugt er í síðustu Jack Ryan myndinni, The Sum of All Fears. Paramount veit sem er, að nafn Affleck var eitt af því sem gerði fyrri myndina að þeim smelli sem hún var.

