Náðu í appið
Saving Private Ryan

Saving Private Ryan (1998)

"In the Last Great Invasion of the Last Great War, The Greatest Danger for Eight Men was Saving... One."

2 klst 50 mín1998

Saving Privat Ryan fjallar um John H.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic91
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Saving Privat Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar sem meirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremur dögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta manna hersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú að þrír bræður Ryans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja að móðir þeirra hafi nú fært nægar fórnir. Ólíkt innrásinni í Normandí er markmið þeirra ekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekki hershöfðingja eða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit var í því að fórna lífi átta manna til að bjarga einum manni?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
Paramount PicturesUS
Amblin EntertainmentUS
Mutual Film CompanyUS

Verðlaun

🏆

Vann 5 Óskarsverðlaun, en tilnefnd til 11. Besta kvikmyndataka, besta leikstjórn, bestu hljóðeffektar, besta klipping, besta hljóð

Gagnrýni notenda (19)

Vá, ég bara vá. Þessi mynd er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð. Steven Spielberg sannar hér enn einu sinni að hann er kóngur kvikmyndanna. Opnunaratriðið í Omaha Beach er hrein og be...

Ein flottasta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Sögusvið frábært og leikurinn góður. Tom Hanks stendur yfirleitt alltaf fyrir sínu. Handrit fínt og tónlistin góð.

Svaing Private Ryan er ein besta og raunverulegasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Í þessari mynd sannar Spielberg enn of aftur að hann er meistari kvikmyndanna. Upphafsatriðið er mesta orr...

Saving Private Ryan er ógleymanlegt meistaraverk eftir snillinginn Steven Spielberg sem hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína í myndinni. Myndin hefst á Omaha ströndinni í Normandí í Frakklan...

Steven Spielberg hefur gert margar góðar myndir en þetta er ein af bestu myndum hans að mínu mati,og ég hef aldrei verið mikið fyrir stríðsmyndir hún er vel leikin og vel gerð í næstu...

Ég trúi ekki hvernig sumir eru að gefa henni tvær stjörnur, svona mynd um raunveruleika stríðsins í Normandí. Byrjunarsenann er mesta splatter og snilld sem ég veit um og leikarahópurinn ...

Saving Private Ryan gerist í innrás bandaríkjamanna og Breta í Frakkland 1944 . Hér segir frá lítilli hersveit sem er send inn í harða bardaga við leit að falhlífarhermanni James francis R...

Ein langbesta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Steven Spielberg og Tom Hanks bregðast ekki (vonandi verða þættirnir sem þeir félagar gerðu sýndir, heita Band of Brothers.) Meistaraverk. (5...

Saving Private Ryan hlýtur að vera besta myndin í ár og næstbesta mynd Spielbergs á eftir Schindler's List. Hún segir blóðuga og hryllilega sögu seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem hópur m...

Frábær stríðsmynd undir leikstjórn Steven Spielberg sem fékk Óskarinn fyrir hana. Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns og Matt Damon fara allir á kostum. Myndataka Janusz Kaminski er líka al...

Frábær topp mynd, mjög raunsæ þódýrkun Kanans á sjálfum sér sé svolítið þreytandi. Hins vegar angrar mig alveg rosalega hvar Tom Hanks og félagar fá þessar bazooka-ur í lokaatriðin...

Björgun óbreytts Ragnars er ein mest ofmetnaðasta mynd sem dæmi eru um, sögurþráðurin er algert crap og það er enginn húmor í henni, sem er kannski ekki réttlátt að biðja um. Þoðerni...

Ógleymanlegt meistaraverk eftir Steven Spielberg sem hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir sem leikstjóri ársins 1998. "Saving Private Ryan" hefur hlotið fádæma lof allra gagnrýnenda og áhorfend...

Einfaldlega frábær mynd, vel leikinn og raunsæ. Fyrstu ca. 25 mín. þegar þeir eru að ráðast inn í Normandí er besta atriði sem ég hef séð í bíómynd.