Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Green Mile 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. mars 2000

Paul Edgecomb didn't believe in miracles. Until the day he met one.

188 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna; Michael Clarke Duncan fyrir leik í aukahlutverki, sem besta mynd, fyrir besta hljóð og besta handrit. Fjöldi annarra verðlauna og tilnefninga.

Paul Edgecomb er frekar meinhæðinn og kaldranalegur fangavörður á dauðadeild á fjórða áratug síðustu aldar. Hann hefur starfað lengi á deildinni og er litaður af því að hafa horft upp á menn lifa og deyja þar í mörg ár, en nú er um það bil að verða breyting á viðhorfum hans. John Coffey er risi að vöxtum og er með hendur á stærð við vöfflujárn.... Lesa meira

Paul Edgecomb er frekar meinhæðinn og kaldranalegur fangavörður á dauðadeild á fjórða áratug síðustu aldar. Hann hefur starfað lengi á deildinni og er litaður af því að hafa horft upp á menn lifa og deyja þar í mörg ár, en nú er um það bil að verða breyting á viðhorfum hans. John Coffey er risi að vöxtum og er með hendur á stærð við vöfflujárn. Hann situr inni fyrir að hafa myrt tvö börn, og hann er ekki hræddur við að sofa í dimmum klefa. Edgecomb, og aðrir fangaverðir, eins og Brutus til dæmis, sem er frekar viðkvæmur, og Percy sem er frekar ofbeldisfullur perri, eiga nú eftir að upplifa sitthvað yfirnáttúrulegt í fari Coffey.... minna

Aðalleikarar

Walk a mile you'll never forget.
Frank Darabont hefur aðeins gert eina betri mynd en The Green Mile og þá er ég að tala um The Shawshank Redemption. Hún er "mynd hinar fullkomnu myndar". Þegar ég sá The Green Mile fyrst þá fór ég að tárast og var að dást að myndinni en núna er ég er búinn að sjá hana frekar oft því ég held mikið uppá hana. Tom Hanks leikur karekterinn Paul Edgecomb sem er með Blöðrubólgu (Held ég) og er að vinna á þessari "Green Mile" sem er deild fyrir þá sem hafa verið dæmdir til dauða.
The Green Mile er skáldsskapur efir Stephen King bók ( veit ekki hvað hún heitir) og í myndini segir Paul Edgecomb söguna af sér og vinnufélögum að vinna á the Green Mile. Þetta byrjaði allt saman þegar fangi kemur á Green Mile af nafni John Coffey sem var dæmdur fyrir morð og nauðgun á tveimur ungum stúlkum. Sagan segir í grófu máli um það þegar hann kemur á Green Mile og alveg út hans líf. Svo kemur annar maður inn sem er kallaður 'Wild Bill'. 'Wild Bill' er sjúkur ofbeldismaður á háu stigi. En hann John Coffey er algjört andheiti við "Wild Bill" því að Coffey er pottþétt yfir tveir metrar á hæð,svartur og fokk massaður en því miður mjög lítill í sér, frekar svona viðkvæm mannvera sem hefur hluta af einhverskonar töframætti því hann er eins og Jesus jr. hehe næstum. en hann hefur...(Það væri spoiler ef ég myndi segja frá).

The Green Mile er mjög - þegar ég segi mjög þá á ég við MJÖG vönduð mynd - og nánast gallalaus, en það er ekkert gallalaust en The Green Mile nær því næstum. Tom Hanks fer með aðalhlutverkið Paul Edgecomb. Þetta hlutverk er með því besta sem Tom Hanks hefur leikið frá upphafi ( Forrest Gump er samt betri) og hann nær Paul svo vel. Það mætti alveg skella nokkrum fleiri Óskurum á myndina mín vegna. The Green Mile verður betri með hverju skipti sem maður horfir á hana og ég hvet alla sem hafa ekki séð The Green Mile að horfa á hana sem allra fyrst því hún er með stimpilinn "Must See before Death". Ef ég kemst af því að einhver sem ég þekki sé ekki búinn að sjá hana þá mun ég annað hvor cockslapa hann eða að sýna viðkomandi myndina samdægurs.

Einkunn:9/10 - Hún er ekki alveg fullkominn en hún á sína galla líka en fleiri kosti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snilldar mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn verða a
The Green Mile er snilldar drama mynd. Frank Darabont (The Mist, Frankenstein) leikstýrði og skrifaði handritið af þessari mynd. Hanngerði það líka í myndinni The Shawshank Redemption sem er frábær mynd.
Tom Hanks (Forrest Gump, Toy Story myndirnar) leikur aðalpersónuna Paul Edgecomb og er mjög góður (besta myndin með honum fyrir utan The Da Vinci Code). Michael Clarke Duncan (The Whole Nine Yards, The Scorpion King) leikur John Coffey. Hann er líka góður sem þetta stórfurðulega náttúruundur. Sam Rockwell (Charlie's Angels, Galaxy Quest) er furðulega góður sem hinn geðsjúki Wild Bill og Doug Hutchison (Punisher: War Zone, A Time To Kill) er fínn sem maðurinn sem allir hata Percy Wetmore.
Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Stephen King. Hann fær góðar hugmyndir en er ömurlegur rithöfundur en The Green Mile er besta bókin eftir hann.
Snilldar mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá.

Quote:
Paul Edgecomb: A big man is ripping your ears off Percy. I'd do as he says.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef það er eitthvað sem Frank Darabont kann að gera, þá eru það snilldar kvikmyndir. The Green Mile, nær á einhvern hátt að vera þrír klukkutímar að lengd og láta tímann fljúga beint framhjá manni. Ástæðan er einföld, sagan bakvið myndina gleypir mann og sleppur manni ekki þar til endastafirnir eru búnir. Eins og The Shawshank Redemption þá felur The Green Mile inn í sér þessa fullkomnu kvikmyndaða tækni til þess að koma sér að efninu, það er ekki eitt einasta skot í myndinni sem þarf að klippa út að neinu leiti, ekki eina einustu sekúndu. Þegar mynd hefur svoleiðis vandaða sögusetningu, þá krefst ekki aðeins rosalegs ímyndunarafls heldur vitund og kunnáttu yfir hverja einustu myndavélaraðferð og klippingaraðferðir og undan því handrit sem er pottþéttara en þyngdaraflið. Mín persónulega reynsla með The Green Mile er ein eftirminnanlegasta sem ég hef upplifað af einni ástæðu, í fyrsta skipti yfir kvikmynd þá fór ég að skæla eins og lítil stelpa í lokin. Ég ætti í raun að vera að vernda karlmennsku mína en The Green Mile á þetta skilið og ég fúslega viðurkenni það að endinn eyðilagði mig gersamlega. Hver sem er að lesa þetta ætti líklega að skilja hví ég persónulega gef myndinni fullt hús, það hafði aldrei gerst við mig að ég táraðist yfir neinu í neinni mynd áður, nema þegar ég sá The Green Mile í fyrsta skiptið. Síðan þá horfði ég á myndina aftur og aftur aðeins til þess að skoða allar aðra hliðarnar við gerð myndarinnar. Fyrir utan þetta pottþétta handrit sem yfirbugar þyngdaraflið (mjög fá handrit gera það) þá er það leikurinn sem fullkomnaði myndina, allt frá smávægilegasta aukahlutverki til Tom Hanks var nákvæmlega rétt eins og það var og þá sérstaklega Michael Clarke Duncan, ef hans hlutverk hefði floppað þá væri varla nein mynd til staðar. Persónurnar sem Darabont skrifaði (byggðar á sögum eftir Stephen King) eru allar svo yndislega táknrænar og auðvelt hægt að tengja við sitt eigið líf og sjálfan sig, það var þetta safn af karakterum sem heillaði mig svo gífurlega við myndina. Persónan sem stendur uppúr er sú mikilvægasta, John Coffey sem Michael Clarke Duncan leikur enda er sú persóna hjarta myndarinnar. Ég myndi lýsa The Green Mile eins og ein af þessum töfrandi myndum sem hafa gleðileg áhrif á mann en þó einnig smá þunglynd áhrif. Lokin á myndinni er ekkert nema harkaleg sálarkreppa sem hefur byggst upp um alla myndina, ég var það grafinn inn í söguna að ég var orðinn þvílíkt slappur eftir lokin með ekkert nema hugsanir um myndina fljúgandi í kollinum á mér. Stærsta kvörtunarefni gagnvart The Green Mile er yfirleitt um lengdina, það er augljóslega persónubundið því eins og skrifað að ofan, þá mér fannst lengdin fljúga framahjá við fyrsta áhorf og einnig við öll önnur áhorf eftir það. Ég má ekki gleyma tónlistinni, Thomas Newman sem einnig samdi tónlistina fyrir The Shawshank Redemption, American Beauty og Road to Perdition semur glæsilega tónlist með sínum róandi stíl sem passaði fullkomlega við myndina. The Green Mile er ein þessara snilldarmynd frá 1999 í hópi með Fight Club, The Matrix og American Beauty, mér finnst hún ekki toppa The Shawshank Redemption (þó hún klóri á tærnar hennar) en The Green Mile er sannarlega þess virði að sjá fyrir hvern sem hefur ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Green Mile er ein besta mynd sem að ég hef séð, hún náði til mín og ég táraðist á köflum í myndinni þótt ég segi sjálfur frá. The Green Mile er vel skrifðuð og afar vel leikin mynd sem að skartar mjög skemmtilegum leikarahópi. Ólíkt mörgum myndum þá eru hér ekki margar stórstjörnur (fyrir utan Tom Hanks), heldur eru hérna hópur minna þekktra manna sem gera myndina litríka og áhugaverðar, allar persónurnar eru ólíkar og koma þær allar með eitthvað sem að litar myndina. Þó er óhætt að segja að maður myndarinnar er Michael Clark Duncan sem að sýnir leiksigur og var tilnefndur til Óskarsverðlauna en því miður þá fékk hann þau ekki sem að mér fannst synd því hann átti þau skilið. Tom Hanks sýnir einnig góðan leik sem og allir hinir sem að í myndinni eru. Þetta er skemmtileg dramamynd með fyndnum momentum sem og afar sorglegum og myndin heldur manni við efnið allan tíman. Hún er nokkuð löng en það skaðar ekki því að það er nóg innihald og skemmtlegur endir. Þetta er mynd sem að allir eiga að sjá því að þeir verða ekki vonsviknir. Þetta er ekkert annað en snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð þessi mynd er málið, Stephen King semur hér magnþrungna sögu sem heldur manni allan tímann frá byrjun til enda.


Tom Hanks fer með hlutverk fangavarðar í Cell Block D sem er dauðadeildin í fangelsinu. Tom hefur séð margan manninn fara og sinnir sinni vinnu manna best. Þegar ákveðin fangi kemur til hans til lífláts fara skrýtnir hlutir að gerast, maðurinn er ekki allur sem hann er séður. Tom fer að efast um manninn og magnþrungin hringrás fer af stað.


En þegar að aftöku kemur hjá fanganum sem um er rætt þá fara hjólin að snúast....


Þessi mynd er með betri myndum síðari ára og er án efa stökkpallur Michael Clarke Duncan upp á frægðartindinn, hann er hreint út sagt brilliant í þessari rullu.


Sjáið þessa og grenjið....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.12.2020

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að...

20.05.2020

The Shining og Shawshank sýndar um helgina

Nú um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum á tveimur ólíkum perlum sem sprottnar eru úr hugarheimi rithöfundarins Stephen King. Gefst þá bíógestum tækifæri til að upplifa The Shining frá 1980 og The Shawshank Redempti...

23.10.2011

Fimm 'prequel' sem allir vilja sjá

Prequel, eða ,,for-framhaldsmynd" á mjög slæmri íslensku, er oft notað á rangan hátt í kvikmyndabransanum. Oftar en ekki eru prequel tengd við ákvörðun framleiðenda um að gera framhaldsmynd þegar upprunalegu myndinni he...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn