Óskarsverðlaunahafinn Kate Hudson á í samningaviðræðum um að taka að sér aðalhlutverk í næsta tryllinum frá pennanum Ehren Kruger, sem er orðinn eitt af stærstu nöfnum handritshöfunda í Hollywood, eftir gríðarlega velgengni The Ring. Myndin ber enn ekki nafn, og reynt hefur verið að halda smáatriðum um söguþráðinn leyndum, en vitað er að hún á að fjalla um unga konu sem er ráðskona fyrir eldri hjón í húsi þeirra í New Orleans. Hún verður síðan skelkuð að komast að því að eitthvað dularfullt er á seyði í húsinu, og einsetur sér að komast til botns í ráðgátunni. Ian Softley ( K-Pax ) leikstýrir myndinni fyrir Universal kvikmyndaverið, og tökur eiga að hefjast í haust.

