Gleðikonan Dunst

Hin glæsilega Kirsten Dunst hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverk í kvikmyndinni The Crimson Petal And The White. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Michael Faber, sem kölluð hefur verið fyrsta frábæra 18. aldar skáldsaga Viktoríutímans, sem skrifuð hefur verið á 21. öldinni. Leikstjórinn Curtis Hanson ( L.A. Confidential ) hefur samþykkt að þróa og leikstýra myndinni fyrir Columbia kvikmyndaverið. Í myndinni leikur Dunst hina ungu gleðikonu Sugar, sem auðugur ilmvatnsframleiðandi tekur upp á sína arma. Hún verður í framhaldinu að ákveða hvort hið nýja líf sem hann býður henni, með öllum sínum kostum og göllum, sé betra en það líf sem hún lifði áður á götunni. Aðalframleiðandi myndinnar er Laura Ziskin, en hún framleiddi einmitt Spider-Man með Dunst.