Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er komin ein besta mynd seinustu ára sem gerist á árunum 1950-55 með úrvals leikurum og góða sviðsetningu sem eftirlíkur sjötta áratuginn mjög vel og frumlegar persónur sem koma myndinni á sjöunda himni. Spillingin hjá lögreglunni er trúleg sem raunveruleiki og lögin í myndinni eru mjög góð og sum eru löggu -leg lög.
Myndin var tilnefnd til margra óskarsverðlauna eins og besta myndin, besta ófrumsamda handritið og það vann, besta kvenleik í aðalhl. Basinger vann hann, og bestu lög og kvikmyndatöku, hljóð og meira en það versta er að Titanic tóku öll verðlaunin sem hún átti ekki skilið. Kevin Spacey kom með lang skemmtilegasa leikinn sem Hollywood löggu og Russel Crowe leikur hasar löggu sem Wendell White eða Bud, Devito sem Hush-hush gaurinn Sid Hudges og Guy Pearce sem smart-ass löggustjórann Ed Exley og síðast en ekki síst Kim Basinger kemur í sinn besta leik fyrr og síðar. Allir leikararnir eru í toppformi og það sama með allt annað.
Þetta er algjört meistaraverk með þvílíkt góðu leikaraliði. Hér eru saman komin Guy Pearce(Memento), Russel Crowe(Gladiator), Kevin Spacey(American Beauty) og Kim Basinger(sem að fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í þessari mynd) í hraðri og spennandi mynd. Brjálað góð mynd.
Frábær sakamálamynd með frábærum leikurum. Kevin Spacey og Russel Crowe leika venjulegar löggur í Los Angeles en Guy Pearce leikur löggu sem er mun heiðarlegri og klókari heldur en aðrar löggur. Danny DeVito leikur hins vegar klókan blaðamann Kim Basinger leikur hóru. Söguþráður myndarinnar er heldur flókinn en myndin er mjög vel gerð.
Þetta er algjörlega fullorðins. Myndir eins og þessi endurbyggja trú mína á kvikmyndaiðnaðinum. Kolsvört glæpamynd þar sem löggurnar eru sumar engu betri krimmunum, frábærir karakterar og handrit dýpra en flæmski hatturinn. Þarna sýna allir stjörnuleik, enda fékk Basinger Óskarinn fyrir snilldarframmistöðu, þó aðrir í myndinni hafi líka átt skilið að fá samskonar styttu. Fleiri svona góðar myndir og þá væri lífið betra.
Vönduð og meistaravel leikin kvikmynd frá leikstjóranum Curtis Hanson sem hefur hvarvetna hlotið góða dóma gagnrýnenda og var ennfremur tilnefnd til 9 óskarsverðlauna árið 1997; sem besta mynd ársins, bestu leikstjórn, bestu listrænu leikstjórnina, kvikmyndatökuna, kvikmyndatónlistina, klippingu og fyrir besta hljóðið. Hún hlaut tvenn óskarsverðlaun; fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki (Kim Basinger) og þeir Curtis Hanson og Brian Helgeland fengu óskarinn fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu metsöluhöfundarins James Ellroy og gerist í Los Angeles á fyrri hluta sjötta áratugarins. Út á við er þetta draumaborgin þar sem glæsileiki, frægð og auður er einkennandi fyrir alla þá sem í henni búa og enginn er maður með mönnum nema hann eigi eitthvað undir sér. En á bak við allt glysið leynist annar heimur með öllu alvarlegra andlit. Þetta er heimur þar sem spilling, svik og prettir eru daglegt brauð, heimur fólks sem er tilbúið að gera hvað sem er til að koma sér áfram og viðhalda ímynd sinni og stöðu í þessu yfirborðskennda efnishyggjusamfélagi, þar sem jafnvel lögreglan er flækt í spillingarvefinn meira en góðu hófi gegnir. En hlutirnir eru um það bil að fara að breytast. Hrottalegt fjöldamorð er framið inni á litlum veitingastað og í ljós kemur að einn hinna myrtu var lögreglumaður. Hvað hann var að gera þarna er félaga hans í lögreglunni, Bud White (Russell Crowe) hulin ráðgáta, enda bendir allt til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvert glæpsamlegt atferli. Bud ákveður því að hefja rannsókn á málinu upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að þar með er hann búinn að stinga sér út í lífshættulegt hyldýpi svika og morða þar sem enginn er óhultur. Um leið neyðist hann til að glíma við aðra félaga sína í lögreglunni sem gætu allt eins verið illa í málið flæktir. Það er því annaðhvort að hrökkva, eða stökkva í djúpu laugina... Hér smellur allt saman til að skapa hið ógleymanlega meistaraverk; leikstjórn Curtis Hanson er sannkallað afbragð, góð kvikmyndataka Dante Spinotti, stórfengleg tónlist Jerry Goldsmith og afbragðsgott handrit Hanson og Brian Helgeland, en aðall myndarinnar er meistaraleikur leikara myndarinnar; óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe (Gladiator, The Insider) er mjög góður í hlutverki Bud White og sannar þar í eitt skipti fyrir öll hversu góður leikari hann í raun er, óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey (American Beauty, The Usual Suspects) er ekki síðri í hlutverki Jack Vincennes (hans er sárt saknað í seinni hluta myndarinnar), einnig eru þeir James Cromwell, Danny DeVito, Guy Pearce, Ron Rifkin og David Strathairn afbragðsgóðir í myndinni en senuþjófurinn fyrir utan þá Russell Crowe og Kevin Spacey er hiklaust leikkonan Kim Basinger sem verðskuldað hlaut óskarinn sem besta leikkona í aukahlutverki 1997 fyrir meistaralega túlkun sína á Lynn Bracken og sannar hún þar í eitt skipti fyrir öll að hún er afbragðsleikkona. L.A. Confidential er einstaklega vel heppnuð glæpamynd og má í raun segja að hún sé besta svarta glæpamyndin sem gerist í L.A. síðan meistaraverk Roman Polanski "Chinatown" (sem þau Jack Nicholson og Faye Dunaway léku í) var gerð árið 1974. Ekki þarf að fjölyrða um það að hún er ein af allra bestu kvikmyndum ársins 1997. Það er nóg að sjá hana til að sannfærast um það. Persónusköpunin er einstök, dýptin í henni er óviðjafnanleg. Afraksturinn er því hreint ógleymanleg mynd eftir góðu handriti með eftirminnilegum persónum, leikin af sannkölluðum stórleikurum. Ég held að ég hafi aldrei haft eins mikla sannkallaða ánægju út úr því að horfa nokkra mynd. Hún er hreint stórfengleg og mæli ég eindregið með henni við alla sanna kvikmyndaunnendur. Þessi kvikmynd er sannarlega bæði ómissandi og ógleymanleg í alla staði!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. nóvember 1997
VHS:
11. maí 1998