Chasing Mavericks (2012)
"Legends Start Somewhere"
Sönn saga brimbrettameistarans Jays Moriarity sem aðeins 15 ára að aldri byrjaði að fást við stærstu og hættulegustu öldur á jörðu, staðráðinn í að sigrast á þeim.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Sönn saga brimbrettameistarans Jays Moriarity sem aðeins 15 ára að aldri byrjaði að fást við stærstu og hættulegustu öldur á jörðu, staðráðinn í að sigrast á þeim. Jay Moriarity bjó í Santa Cruz í Kaliforníu og heillaðist snemma af brimbrettaíþróttinni. Áhugi hans vaknaði hins vegar fyrir alvöru þegar hann sá í fyrsta sinn stóröldur sem kenndar eru við staðinn Mavericks í Kaliforníu og myndast á tólf vikna tímaskeiði ár hvert. Þessar öldur eru hins vegar stórhættulegar enda afar kraftmiklar og það verður aldrei á færi nema sérþjálfaðra meistara í íþróttinni að eiga við þær. En Jay var ákveðinn í að verða einn af þessum meisturum og fékk brimbrettasnillinginn Frosty Henson til að þjálfa sig fyrir átökin. Á milli þeirra myndaðist síðan einstök vinátta sem náði langt út fyrir sjálfa íþróttina ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur





























