Náðu í appið
12
Bönnuð innan 7 ára

The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn Treader 2010

(The Voyage of the Dawn Treader)

Frumsýnd: 10. desember 2010

Return to magic. Return to hope. Return to Narnia.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Dawn Treader er skip sem Kaspían konungur í Narníu lætur smíða, en þetta er fyrsta skipið sem Narníubúar sjá í aldaraðir. Kaspían lét smíða það til að til að leggja upp í för til að finna sjö valdamikla menn sem hinn illi frændi hans Míraz, sendi í útlegð mörgum árum áður. Ástæðan fyrir því að þau leita af mönnunum sjö er sú að þeir... Lesa meira

Dawn Treader er skip sem Kaspían konungur í Narníu lætur smíða, en þetta er fyrsta skipið sem Narníubúar sjá í aldaraðir. Kaspían lét smíða það til að til að leggja upp í för til að finna sjö valdamikla menn sem hinn illi frændi hans Míraz, sendi í útlegð mörgum árum áður. Ástæðan fyrir því að þau leita af mönnunum sjö er sú að þeir einir geta bjargað Narníu frá mikilli ógn sem steðjar að ríkinu. Edmund, Lucy og afar fýldur frændi þeirra Eustace slást svo með í för og hefst mikið ævintýri, þar sem þau þurfa að glíma við töfraverur, gamla vini og mikla óvini.... minna

Aðalleikarar

Fjörið farið. Bara útlitið eftir
Mér hefur aldrei tekist að vera spenntur fyrir (nýrri) Narniu-mynd. Engin þeirra hefur reynst vera slæm, langt í frá. Fyrstu tvær voru m.a.s. andskoti fínar. Narnia er fallegur heimur en af einhverjum ástæðum fæ ég litla löngun til að snúa þangað aftur, annað en á t.d. við um Hogwarts eða jafnvel Miðgarð. Kannski skortir Narniu bara vissa töfra sem hinir staðirnir hafa eða kannski er það sú staðreynd að öll serían er í rauninni dulin trúarpredikun handa börnum, og það gerir hana örlítið kjánalega um leið og maður tekur eftir því. Annars hefur fyrirtaks útlit, gott afþreyingargildi og traust samspil ungu leikaranna hingað til náð að halda myndunum á floti, en þarna á ég aðallega við um fyrstu tvær. Þessi þriðja (sem Disney ákvað að yfirgefa. Fox kom í staðinn) er af talsvert öðruvísi sniði heldur en þær, sem er alls ekki verra, en hún er því miður nokkuð langt frá því að vera meðmælisins virði Og þar sem hún er sú sísta í röðinni á ég mjög erfitt með að vera spenntur fyrir áframhaldinu, þ.e.a.s. ef það lítur einhvern tímann dagsins ljós.

Það er skemmtileg tilbreyting að sjá nýjan leikstjóra glíma við þetta efni. Andrew Adamson var mátulegur leikstjóri fyrir hinar tvær en á vissan hátt minnir hann pínu á Chris Columbus þegar hann gerði fyrstu tvær Harry Potter-myndirnar. Til þess að halda tóninum ferskum er upplagt að breyta til og þess vegna er notalegt að sjá breska gamlingjann Michael Apted (sem m.a. gerði hinar stórmerkilegu Up-myndir ásamt Bond "meistarastykkinu" The World is Not Enough) spreyta sig í þessari umferð. The Voyage of the Dawn Treader býður upp á allt öðruvísi stíl en hinar gerðu, sem ég kann að meta, en Apted mistekst þó að grípa mann eða jafnvel ná til manns með persónunum, andrúmsloftinu eða sjálfu ævintýrinu. Myndin er merkilega köld, oftast óspennandi og allan tímann laus við töfrana sem hún telur sig hafa.

Persónurnar sem áður voru nokkuð skemmtilegar eru orðnar flatar og óathyglisverðar. Bara uppá gamanið tek ég það fram að Potter-myndirnar höfðu ekki sama vandamál. Ef eitthvað þá urðu persónurnar þar stöðugt meira spennandi með hverri mynd. Unga fólkið hér stendur sig reyndar vel. Yngstu Pevensie-krakkarnir, sem nú eru komin langt á unglingsárin, gera það sem þau geta með það sem þau hafa í höndunum og ég get alls ekki sagt að sjarmaskorturinn sé þeim að kenna. Sem Caspian heldur Ben Barnes áfram að pósa og reyna að líta vel út. Ekkert að því svosem, fyrir utan það að eftirminnilegi hreimur hans er – af einhverjum ástæðum – alveg horfinn! Will Poulter ofleikur síðan alveg svakalega í hlutverki leiðinlega frændans Eustace Scrubb, en honum tekst að selja persónusköpun drengsins furðulega vel og þess vegna er erfitt að setja út á stælana hans. Maður fær samt þá tilfinningu að leikararnir séu meira til skrauts heldur en sviðsmyndirnar og tölvubrellurnar, en það er næstum því ómögulegt að dást ekki dálítið að þeim. Í þokkabót fáum við svo sjúklega töff bardaga við sæskrímsli í lokin sem er líklegur til að fríka yngstu áhorfendur vel út. Ljúffengt efni. Án efa mest grípandi partur myndarinnar.

Sagan er samt eitthvað svo óskipulögð og fyrir vikið rúllar myndin frekar undarlega. Frekar en að horfa á heilsteypta kvikmynd fannst mér eins og ég hafi verið að fylgjast með nokkrum þáttum skelltum saman. Ég sé Dawn Treader fyrir mér virka sem bók en sem bíómynd hefði vel mátt vera eftirminnilegri atburðarás, meira fjör og meiri sál. Eftir stendur ævintýramynd sem gegnir álíka miklum tilgangi og flottur screensaver. Umbúðirnar eru þarna, en manni finnst eitthvað vanta. Og þá er ég ekki að tala um einhvern einn ákveðinn hlut, heldur margt. Hversu fúlt er það?

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Versta myndin hingað til.
Hér er komin 3 myndin í myndabálknum um Narniu heiminn, The Voyage of the Dawn Treader.

Undirritaður skellti sér á forsýningu á þessa mynd, með nánast engar væntingar enda var Prince Caspien ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það sem ég fékk var eitthvað sem ég átti aldrei von á: Hún var verri en mynd 2. Ég gat ekki ímyndað mér að þeir gætu gert verri mynd eftir hörmungina sem nr. 2 var, en svo sannarlega skjátlaðist mér með það.

Þetta eru þau atriði sem mér fannst að myndinni:

1) Spennan er engin.
2) Handritsvinnan er hræðileg.
3) Flestir karakterarnir í myndinni eru mjög leiðinlegir, þá sérstaklega auka karakterar eins og einfættu dvergarnir og frændi Lucy og Edmund.
4) 3D vinnan í þessari mynd er glötuð.

Kannski eina sem ég get smá gefið hrós fyrir er útlitið á myndinni, sem er alltaf jafn fallegt.

Það sem byrjaði sem svo gott fantasíu ævintýri er því miður að breytast í algjör leiðindi. Þó ég viti að þessar myndir eru mest ætlaðar börnum, er alveg hægt að koma með eitthvað fyrir þá fullorðnu líka. Meina, sjáið hvernig stefnan er á Harry Potter og hversu vel það er að virka.

Fyrir minn smekk, þá þarf eitthvað mikið að gerast ef ég ætla mér að sjá aðra Narniu mynd. Þetta er mynd sem krakkar geta skemmt sér yfir(enda fullt af þeim þegar ég fór), en þeir sem fýla almennilega kvikmyndagerð ættu að sleppa því að sjá þessa. Ef þið viljið sjá almennilega ævintýramynd í bíó, skellið ykkur á Deathly Hallows.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn