Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Amazing Grace er dæmigerð ævisaga í kvikmyndaformi líkt og við höfum séð áður, aðeins nú er fjallað um baráttuna gegn þrælahaldi í Englandi við lok átjándu aldar og byrjun nítjándu. Það besta við myndina er góða leikaraliðið, það eru ekkert nema frábærir breskir leikarar en sagan sjálf er því miður frekar leiðinlega sett fram. Allt sem við höfum séð áður í svipuðum kvikmyndum kemur fram hérna og það er alltof augljóst, sömu gömlu klisjurnar kringum persónurnar og söguþráðinn. Myndin er þó alls ekki slæm, hún er vel gerð og alls ekki leiðinleg og með góðu leikaraliði eins og Ioan Gruffudd, Michael Gambon, Albert Finney, Rufus Sewell og Ciarán Hinds þá heldur myndin sér vel gangandi allan tímann. Ég er sáttur með myndina, hún var nánast nákvæmlega það sem ég bjóst við, en sem kvikmyndin sem hún reynir að vera þá fannst mér hún mun kraftlausari en hún hefði getað verið. Þrjár stjörnur eru mögulegar en tvær og hálf eru pottþéttar fyrir Amazing Grace.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$2.800.000
Tekjur
$14.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG