Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Enigma 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. janúar 2002

A thousand million, billion possibilities - 24 hours to get it right, and when you eventually do, it gets changed again...

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Í Seinni heimsstyrjöldinni, í mars 1943, hafa dulmálssérfræðingar Breta uppgötvað sér til mikillar skelfingar að kafbátar Nasista hafa breytt dulmáli sínu. Yfirvöld fá hjálp frá snjöllum ungum manni að nafni Tom Jericho, til að hjálpa til við að ráða dulmálið. Sá möguleiki að njósnari sér í röðum bresku dulmálssérfræðinganna er alltaf til... Lesa meira

Í Seinni heimsstyrjöldinni, í mars 1943, hafa dulmálssérfræðingar Breta uppgötvað sér til mikillar skelfingar að kafbátar Nasista hafa breytt dulmáli sínu. Yfirvöld fá hjálp frá snjöllum ungum manni að nafni Tom Jericho, til að hjálpa til við að ráða dulmálið. Sá möguleiki að njósnari sér í röðum bresku dulmálssérfræðinganna er alltaf til staðar, og ástkona Tom, Claire, er horfin. Til að leysa gáturnar, þá ræður Tom bestu vinkonu Claire, Hester Wallace. Þegar þau rannsaka persónulega hagi Claire, þá komast þau að persónulegum og alþjóðlegum svikum.... minna

Aðalleikarar


Mjög athyglisverð mynd, vel yfir meðallagi í leik og efnistökum. Kate Winslet eykst alltaf í áliti hjá mér, enda velur hún sér fjölbreytt hlutverk og kemst vel frá þeim. Dougray Scott þekki ég lítið en hér er hann bara hörkugóður í hlutverki hins týnda ofurgáfaða manns sem leitar að horfinni ástkonu sinni (Saffron Burrows)... Systir hennar (Kate Winslet) hjálpar honum og saman komast þau að ótrúlegum sannleika ráðgátunnar á bak við dulmálskóðun hersins og hvernig stúlkan hafði flækst í allt saman... Skemmtileg spennumynd fyrir hugsuði jafnt og aðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um dulmálslesara sem að er að reyna að ráða dulkóða Þjóðverja. Myndin er mjög flókin og ekkert búið að gerast fyrir hlé. En þrátt fyrir það er hún sæmileg eftir hlé en dettur svo aftur niður. Allan hasar vantar í myndina og það koma sprengjur að meðaltali svona 3 min. af myndinni ef ekki minna. Hún höfðar frekar til fullorðna sem að vilja sjá flóknar myndir, dulspekismyndir sem að eru spennandi en samt engin hasar eða eltingaleikir og sprengjur. Unglingar sem vilja sjá myndina: ég mæli ekki með henni. Strax og maður byrjar að skilja hana fer hún að verða flóknari og lýkur með algjöru kjaftæði í endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enigma er njósnadrama sem kostaði ekki mikið í framleiðslu, en hún segir frá stærðfræðingi nokkrum (Dougray Scott; betur þekktur sem illmennið í M:I-2) sem hefur verið beðinn af Bresku leyniþjónustunni, um að leysa dulkóða Þjóðverja en hefur takmarkaðan tíma til þess, og um leið rannsakar hann hvarf fyrrum kærustu sinnar (Saffron Burrows; hún fór mikið í taugarnar á mér í Deep Blue Sea, og heldur því áfram hér) og gerir þetta allt með hjálp vinkonu hennar (Kate Winslet). Svo fer þetta allt út í sömu gömlu klisjuna, og það er ástarsamband á milli aðalleikarana (Winslet & Scott), en í þetta sinn gengur það alls ekki upp. Hann Scott reynir sitt besta og tekst að skila ágætri frammistöðu, og Winslet er hvorki betri né verri, hún hefur samt staðið sig mun betur í fortíðinni (Heavenly Creatures var eina óaðfinnanlega hlutverk hennar, enda var það yndisleg mynd). Eftir hlutverk hennar í Titanic hefur hún bara yfirleitt leikið í ódýrum myndum (Hideous Kinky og Holy Smoke svo einhverjar séu nefndar) sem fljótlega gleymast, og er Enigma slík mynd. Burrows reynir líka að vera emotional en hjá henni gengur það bara ekki, því ekki get ég sagt að hún hafi mikla leikhæfileika. Helsta vandamál myndarinnar liggur í hvernig unnið er úr söguþræðinum. Hún er voðalega þreytandi fyrir hlé, og allar þær senur þar sem söguhetjan hugsar um minningarnar með kærustu sinni eru bara too-much. En eftirá fer hún aðeins að hífa sig upp í atburðarásinni. Samt nær myndin aldrei að byggja upp neina spennu, og lengd hennar var þess vegna alveg að fara með mig. Enigma er samt ekki misheppnuð mynd, þó að hún hefði komið betur út sem sjónvarpsmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.02.2016

Mætir Bourne 5 á SuperBowl?

Bandaríkjamenn bíða nú spenntir eftir Ofurskálinni svokölluðu, eða Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. En það er ekki bara sparkið sjálft sem menn bíða eftir, heldur eru margir einnig spenntir fyrir...

12.09.2012

Endurlit: Solaris

Sumar myndir verða sífellt betri með hverju aukalegu áhorfi. Kannski vegna þess að þær eru samsettar eins og púsluspil, kannski af því þær eru troðnar af smáatriðum í bakgrunninum, eða kannski vegna þess að st...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn