Tom Hanks mun framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni A Cold Case, sem leikstýrt verður af Mark Romanek ( One Hour Photo ). Í myndinni leikur Hanks rannsóknarlögregluþjón sem er að setjast í helgan stein. Hann ákveður að reyna að leysa 27 ára gamalt morðmál, þar sem vinur hans var myrtur. Handrit myndarinnar verður skrifað af Eric Roth ( The Insider , Forrest Gump ) og er byggt á samnefndri bók eftir Philip Gourevitch, sem sjálf er síðan byggð á grein sem birtist í New Yorker tímaritinu.

