Á bak við tjöldin í Prometheus

20th Century Fox hafa gefið út kynningarmyndband sem sýnir gerð myndarinnar Prometheus. Myndbandið sýnir mikið af áður óséðum atriðum og viðtöl við helstu leikara myndarinnar. Það er óhætt að fullyrða að álit leikarana á Ridley Scott er í hæstu hæðum.

Glöggir taka eftir íslensku landslagi í sumum atriðunum, en myndin var tekin upp á Íslandi síðasta sumar. Myndbandið segir meira en þúsund orð. Ég mæli með því að þeir sem eru að klikkast af spenningi fyrir myndinni kíki á það hér fyrir neðan (í fullri skjámynd!).

Prometheus kemur í bíó þann 8.júní næstkomandi.

Myndbandið er algert Ridley-rúnk, enda er maðurinn snillingur. Það er gaman að sjá hvað er að gerast á settinu í Prometheus og myndin lítur fáránlega vel út. ég verð allavega spenntari með hverjum deginum.

Stikk: