Ben Affleck segir að erfiðlega gangi að breyta fantasíu Stephens King, The Stand, í kvikmynd.
Argo-leikstjórinn er með myndina á teikniborðinu en hún gerist eftir að miklar hamfarir hafa átt sér stað. Hún er búin að vera á undirbúningsstigi í töluverðan tíma og virðist ætla að vera þar eitthvað lengur.
„Eins og málin standa núna gengur þetta mjög erfiðlega,“ sagði Affleck við GQ. „En ég er hrifinn af þessari hugmynd. Þetta er eins og The Lord of the Rings í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um það hvernig samfélag við myndum búa til ef við þyrftum að byrja allt upp á nýtt.“