Áhorf vikunnar (20.-27. des)

Það er fátt sem skákar þá tilfinningu að vera upp í huggulegum sófa á jólunum með afganganna öðrum megin og fjarstýringuna með öllu namminu og konfektinu hinum meginn. Þessu er síðan trompað með risastórum skjá sem gleypir þig með háskerpu og grípandi innihaldi sem þú velur, af því að þú ert í fríi og það eru jól – og allt er lokað. Ekkert Subway, engar búðir, ekkert djamm.

Kannski er þetta bara ég, en núna er stutt í áramótin og þangað til heldur lífið eðlilega áfram, en í millitíðinni get ég ekki ímyndað mér annað en að einhverjir síðunotendur hafi verið duglegir að taka vídeómaraþonin sín yfir hátíðirnar.

Við erum öll forvitin að sjá hvað þú gláptir á í eigin kósíheitum.

Sama prinsipp: Titillinn fyrst, síðan einkunn og komment.

Lát heyra, kæru vinir!

Stikk: