Áhorf vikunnar (5.-11. sept)

Það er kominn aftur sá tími vikunnar (yndislegir þessir mánudagar) þar sem notendur geta tjáð sig við okkur hin um hvað það var sem þeir horfðu á núna í síðustu viku. Þetta er svona aðallega gert til að búa til smá flæði á fallega spjallsvæðinu okkar (ef þið vitið ekki hvernig á að skrá sig þar almennilega inn, sendið mér þá tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is) og líka til að skapa nokkrar heitar umræður, eins og gengur og gerist þegar um einhvers konar áhugamál er að ræða.

Ef þið eruð ekki alveg viss um hvernig þetta virkar þá er uppstillingin mjög frjáls, en hingað til hefur þetta gengið þannig að þið nefnið þann titil eða titla sem þið hafið horft á, setjið einkunn (1-10) við hliðina á, og smá ummæli fyrir neðan. Ef þið viljið dæmi, smellið þá á þennan link.

Hver vill byrja?

PS.
Ætli einhverjir hafi kíkt á Word Trade Center eða United 93?

Stikk: