Airplane! sýnd í Laugardalslaug

airplane_xlgHið árlega sundbíó fer fram í Laugardalslauginni í kvöld. Sundbíóið er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Í ár verður boðið upp á hina snarklikkuðu grínmynd AIRPLANE! frá árinu 1980. Leitast er við að fanga anda myndarinnar í innilaug Laugardalslaugarinnar og boðið verður upp á lifandi tónlist frá kl. 19:30.

Sundbíóið hefur fest sig í sessi sem einn af vinsælustu viðburðum RIFF enda hentar hann öllum aldurshópum. Að þessu sinni hefur starfsfólk RIFF ákveðið að sýna kvikmyndina Airplane sem út kom árið 1980 en myndin hefur í fjölmörgum könnunum verið valin fyndnasta mynd allra tíma. Myndin skartar m.a. leikaranum Leslie Nielsen og körfuboltagoðsögninni Kareem Abdul Jabbar sem spreytti sig á hvíta tjaldinu í bitastæðu hlutverki í myndinni.

Húsið opnar 19.30 og mun starsfólk RIFF með samstarfsaðila hátíðarinnar WOW air tryggja að gestir upplifi sig sem farþega í flugvél rétt eins og persónurnar á hvíta tjaldinu. Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist frá 19.30 en sýning hefst stundvíslega klukkan 20.00. Verð 1.500 krónur og er innifalinn aðgangur að lauginni.

Miða má nálgast á riff.is og er takmarkaður fjöldi í boði.

Stikk: