Alien dúkka á leiðinni

Þeir sem fara að sjá geimtryllinn Alien: Covenant í bíó um helgina, gætu fyllst sterkri löngun til að kaupa sér dúkku til að leika sér með eftir áhorfið. Það er gaman að segja frá því að von er á Funko dúkku úr myndinni á markaðinn innan tíðar, en Funko sérhæfir sig í dægurmenningardúkkum,  þar á meðal dúkkum sem gerðar eru eftir persónum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Nýja Alien dúkkan er af Neomorph skrímsli, en þau koma mikið við sögu í myndinni.

Líklegt er að aðdáendur Alien flykkist í bíó nú um helgina til að sjá hin lítt geðþekku skrímsli gera geimferðalöngum lífið leitt.

Myndin er sögð svara ýmsum spurningum sem vöknuðu í forsögu Alien myndanna, kvikmyndinni Prometheus, frá árinu 2012.

 

Sjáðu nýja dótið hér fyrir neðan: