Já, þið lásuð rétt lesendur góðir. Fyrir nokkrum dögum síðan birtust fréttir um það að 20th Century Fox ætlaði að endurgera Alien frá 1979 og að óþekkti leikstjórinn Carl Rinsch ætti að leikstýra henni. Þegar betur var rætt við Tony Scott framleiðanda, leikstjóra og bróður Ridley Scott þá sagði hann að ætlunin væri að gera framhaldsmynd sem gerist á undan upprunalegu myndinni, svokallað prequel.
Rinsch hefur áður gert tvær svarthvítar stuttmyndir fyrir Scott Free Productions, fyrirtæki í eigu Scott bræðranna. Hann hefur einnig unnið að öðrum verkefnum sem má nálgast með því að smella hér. Tony Scott vonast eftir því að framleiðsla á myndinni hefjist í lok þessa árs. Útgáfudagsetning hefur ekki verið ákveðin.

