Ray Romano, þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Everybody Loves Raymond, mun leika í kvikmyndinni Mooseport á móti goðsögninni Dustin Hoffman. Í myndinni leikur Hoffman fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem flytur í smábæ einn. Þegar þangað er komið er hann hvattur til þess að bjóða sig fram sem borgarstjóri. Hann lætur tilleiðast en kemst síðan að því að hann er að tapa kosningunum fyrir vinsælum eiganda járnvörubúðar í bænum (Romano). Tom Schulman ( Dead Poets Society ) skrifar handrit myndarinnar, en henni verður leikstýrt af Rod Lurie ( The Last Castle ). Tökur myndarinnar fara fram í vor meðan þátturinn hans Romano er í hvíld.

