Myndin the last castle fjallar í stuttu máli um hershöfðingjann Eugene Irwin (Robert Redford)sem er dæmdur í fangelsi fyrir mistök sem hann gerði í einhverjum herleiðangri, og þarf að dús...
The Last Castle (2001)
"A castle can only have one king"
Irwin er þekktur og vinsæll þriggja stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher með flekklausan feril.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Irwin er þekktur og vinsæll þriggja stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher með flekklausan feril. Hann er leiddur fyrir herrétt, sviptur stöðu sinni og dæmdur í herfangelsi af ströngustu gerð fyrir að óhlýðnast skipunum yfirmanna sinna í hernaðaraðgerðum. Fangelsisstjórinn er Winter ofursti, sem ekki getur leynt aðdáun sinni á þessum fræga fanga sínum en sú aðdáun er ekki gagnkvæm. Winter stjórnar með talsvert harðri hendi og vílar ekki fyrir sér að aflífa fanga telji hann þess þörf. Irwin sér fljótlega hversu miklu ranglæti fangarnir verða fyrir og ákveður að taka til sinna ráða. Hann fær í lið með sér nokkra samfanga sína og setur á fót litla herdeild til að gera uppreisn gegn fangelsisstjóranum. Winter tekur þátt í baráttunni og telur að um leik sé að ræða en fljótlega kemur annað í ljós. Þá hyggst hann grípa til ofbeldisfyllri aðgerða en það gæti verið of seint.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (4)
Ég hef aldrei séð aðra eins aðdáun á ameríska fánanum og í þessari. Þannig að þeir sem hafa gaman af einföldum myndum og fallega flaggandi amerískafánanum gerðið þið svo vel. My...
Þetta er fín mynd. Redford og Gandolfini eru flottir í sínum hlutverkum. Þetta er svona Davíð á móti Golíat. Ég átti von á nákvæmlega því sem að ég fékk og er mjög sáttur við þ...
Munið þið eftir lokaatriðunum í A Few Good Men og Crimson Tide? Þar sem aðalhetjurnar snúa sér við í lokin og heilsa að hermannasið meðan fiðlurnar eru á fullu undir, og allir sem ekki...























