Arnold vinsælastur á DVD

Arnold Schwarzenegger og félagar í spennumyndinni The Last Stand fara beint á topp íslenska DVD/Blu-ray listans íslenska á sinni fyrstu viku á lista.

The Last stand fjallar um lögreglustjórann Ray Owens, sem eftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð, sem skildi hann eftir með eftirsjá og kvíða, flytur frá borginni, og í rólegan lítinn bæ sem kallast Sommerton Junction, þar sem glæpir eru öllu minni en í stórborginni …

Í öðru sæti á listanum og í sama sæti og í síðustu viku er hin sannsögulega The Impossible með Naomi Watts og Ewan McGregor og í þriðja sæti, niður úr fyrsta sætinu, er myndin Life of Pi eftir Ang Lee. 

Fyrrum toppmynd listans, The Silver Linings Playbook er í fjórða sætinu eftir fjórar vikur á lista, og í fimmta sæti sitja Bruce Willis og fleiri góðir leikarar í myndinni Fire with Fire.

Sjáðu lista yfir nýútgefnar DVD/Blu-ray myndir hérna á DVD síðu kvikmyndir.is og hérna í DVD hluta Mynda mánaðarins.

Sjáðu 20 vinsælustu DVD/Blu-ray myndirnar á Íslandi í dag hér fyrir neðan: