Ástfangin geimvera – Starman endurgerð

starmanEndurgerð Jeff Bridges og John Carpenter myndarinnar Starman frá árinu 1984 er í vinnslu, en myndinni verður leikstýrt og hún framleidd af Real Steel leikstjóranum Shawn Levy, samkvæmt frétt Entertainment Weekly.

Handritið skrifar höfundur Grace of Monaco, Aresh Amel.

Starman fjallaði um geimveru, sem Bridges lék, sem kemur til Jarðar og tekur sér bólfestu í látnum eiginmanni konu sem Karen Allen leikur.

Þau fara saman til Arizona til að geimveran geti hitt fólkið sitt á ný, en á leiðinni kviknar ástin. Bridges hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn.

Á meðal nýlegra verka Levy eru til dæmis Night at the Museum myndirnar.