Atriði vikunnar er úr kvikmyndinni Skilaboð til Söndru. Þetta er fyrsta kvikmynd Kristínu Pálsdóttur en sagan er byggð á skáldsögu Jökuls Jakobssonar. Með aðalhlutverk fara Bessi Bjarnason og Ásdís Þóroddsen. Þetta var fyrsta hlutverk Ásdísar í kvikmynd og fór hún síðan að leikstýra Ingaló og Draumadísir.
Myndin fjallar um Jónas sem er að skrifa handrit að kvikmynd um Snorra Sturluson fyrir Ítalskt kvikmyndafyrirtæki. Honum finnst best að vera í ró og næði þegar hann skrifar og fer því upp í sumarbústað. Ræður hann Söndru til að vera ráðskona í bústaðnum.
Í þessu atriði er Jónas smátt og smátt að átta sig á að Sandra er ekki hreint út sagt ekkert góð ráðskona. Hún situr bara úti með hundinum og veltir sér uppúr heimspeki.
Þessi setning „trúir þú á þetta líf“ er alveg óborganleg.
Í næstu viku sýnum við atriði úr Útlaganum, eftir Ágúst Guðmundsson.
Atriði síðustu þrjár vikur: Skýjahöllin, Stóra planið, Einkalíf, meira.

