Við ætlum að bíða aðeins með atriðið úr Skýjahöllinni sem við lofuðum
ykkur og riðja frekar veg fyrir eldheitu atriði úr Stóra planinu.
Myndin er leikstýrð af Edduverðlaunahafanum Ólafi Jóhannessyni, einnig
þekktur sem Olaf de Fleur. Ég man ennþá eftir fyrsta teaser trailernum
sem virtist koma alveg upp úr þurru, þar sem Pétur Jóhann sést taka
karateæfingar út í móa. Núna mörgum mánuðum seinna hefur bæst við mikið
magn af kynningarefni fyrir kvikmyndina og í dag frumsýnum við hér á
Kvikmyndir.is tveggja mínútna atriði úr henni.
Í atriðinu sjást handrukkararnir Davíð (Pétur Jóhann Sigfússon) og
Wolfi (Stefan Schaefer) á leið til Mustang (Zlatko Krickic). Á leiðinni
þangað fara Davíð og Wolfi í leikinn „Hver er kvikmyndin“.
Stóra planið verður frumsýnd 28. mars.
Í næstu viku kemur svo hið langþráða atriði úr Skýjahöllinni.
1. Skammdegi
2. The Juniper Tree
3. Stormviðri
4. Rokk í Reykjavík
5. Ingaló
6. Tár úr steini
7. Okkar á milli
8. Hin helgu vé
9. Óðal feðranna
10. Reykjavík Guesthouse
11. Rauða skikkjan
12. Nei er ekkert svar
13. Perlur og svín
13. Einkalíf

