Ágæt íslensk ræma. Falleg saga um vináttu lítils drengs og lítils hvolps. Drengurinn leikur mjög vel. Tilvalin mynd fyrir alla fjölskylduna. Dóttir mín átta ára getur horft aftur og aftu...
Skýjahöllin (1994)
Sky Palace, Emil og Skundi, Emil und der kleine Skundi
Myndin er gerð eftir bókinni Emil og Skundi, eftir Guðmund Ólafsson.
Öllum leyfðSöguþráður
Myndin er gerð eftir bókinni Emil og Skundi, eftir Guðmund Ólafsson. Skýjahöllin fjallar um Emil, átta ára dreng, sem á sér þann draum heitastan að eignast hundinn Skunda. Emil leggur hart að sér til að eignast Skunda, en þegar hundurinn er loks orðinn hans kemur babb í bátinn og stráksi þarf að grípa til örþrifaráða til að halda honum. Inn í söguna fléttast persónur úr öðrum heimi, Skýjalandinu, og eru þar helstu persónur Kóngurinn og drottningin, strákurinn þeirra og góði galdrakarlinn. Kóngurinn og drottningin eru í miklum önnum við að byggja sér risastóra höll og gleyma litla stráknum sínum í öllum atganginum. Góði galdrakarlinn getur komið þeim til hjálpar, en hvort hann gerir það er annað mál.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
Innskrá




















