Náðu í appið

Rockville 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. apríl 2004

78 MÍNÍslenska

Guðmundur var sjálfur alkohólisti og byrjaði á því að opna heimili sitt fyrir fyrrum drykkjufélögum af götunni. Það var upphafið að Byrginu. Eftir að flytja hús úr húsi í nokkur ár var honum leyft að koma sér fyrir með starfsemina í yfirgefinni Radarstöð bandaríska hersins í Rockville á Miðnesheiði. Eftir þrjú ár og mikla uppbyggingu var hann rekinn... Lesa meira

Guðmundur var sjálfur alkohólisti og byrjaði á því að opna heimili sitt fyrir fyrrum drykkjufélögum af götunni. Það var upphafið að Byrginu. Eftir að flytja hús úr húsi í nokkur ár var honum leyft að koma sér fyrir með starfsemina í yfirgefinni Radarstöð bandaríska hersins í Rockville á Miðnesheiði. Eftir þrjú ár og mikla uppbyggingu var hann rekinn þaðan. Heimildamyndin Rockville er tekin á þeim tíma, þegar Byrgið var í Rockville og segir sögu Guðmundar og skjólstæðinga hans. Sagan er ekki laus við bjartsýni og húmor, þó alvaran sé skammt undan. Það kemur í ljós að meðal skjólstæðinga Byrgisins, sem aðrar stofnanir hafa gefist upp á og sumir hverjir eiga nánast heima á Hrauninu, eru góðhjartaðir einstæðingar, kannski fullmeyrir fyrir hörku nútímans. Þeir fóru út af brautinni og eyðilögðu framtíð sína. En þeir eru verðmætir, því þeir geta aðvarað meðbræður sína. Fyrir sum mistök borgar maður með lífinu. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn