Náðu í appið
Öllum leyfð

Karlakórinn Hekla 1992

(Hekla, The Men's Choir)

Frumsýnd: 19. desember 1992

93 MÍNÍslenska

Eftir sviplegt fráfall söngstjórans Max, leggur Karlakórinn Hekla land undir fót undir fararstjórn Gunnars sem er óvirkur alkóholisti og kvennahatari. Körlunum til fulltingis á þessu vafasama ferðalagi er Magga, fyrrum kærasta Max. Á þessu ferðalagi mun allt gerast sem á ekki að gerast, en gerist engu að síður þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar. Þessi... Lesa meira

Eftir sviplegt fráfall söngstjórans Max, leggur Karlakórinn Hekla land undir fót undir fararstjórn Gunnars sem er óvirkur alkóholisti og kvennahatari. Körlunum til fulltingis á þessu vafasama ferðalagi er Magga, fyrrum kærasta Max. Á þessu ferðalagi mun allt gerast sem á ekki að gerast, en gerist engu að síður þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar. Þessi mynd er jafnt fyrir viðkvæmar sálir sem og hrausta menn.... minna

Aðalleikarar

Klassísk og rómantísk
Ég er mikill kvikmyndaunnandi. Fór ein í bíó frá 9 ára aldri fyrir peningana, sem ég fékk fyrir að bera út blöð. Og sá allt í 20 ár. Núna horfi ég á bíómyndir heima hjá mér og er kölluð "vídeóleigan" af ættingjum og vinum.
Karlakórinn Hekla er mitt eftirlæti og á sama stað og Pretty Woman. Þær tvær tróna á toppnum hjá mér. Ég horfi á þær báðar mörgum sinnum á ári, og mikið var ég fegin, þegar kórinn kom út á diski í fyrra, því að myndbandið mitt var orðið ansi þreytt. Gaf líka öllum aðstandendum innanlands og utan Hekludiskinn í fyrra. Klassísk saga, klassísk tónlist, guðdómlega rómantík, fyndin goggunarstríð, og dæmigerð íslensk lausaleiksbörn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg grínmynd
Karlakórinn Hekla segir frá karlakór sem fer í tónleikaferðalag til þýskalands og lendir þar í ýmsum skemmtilegum hremmingum. Húmorinn í þessari mynd er algjör snilld enda margir af okkar bestu gaman leikurunm í þessari mynd.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Með þeim skemmtilegri íslenskum myndum sem ég hef séð. Söguþráðurinn er aðallega sá að Karlakórinn Hekla undirbýr reisu til Svíþjóðar og Þýskalands. Max Werner, einn meðlima í kórnum og náinn vinur Möggu, undirleikarans, fellur frá á einni æfingunni. Hann arfleiðir kórinn af öllum sínum eignum til að gera þeim kleift að taka þessa reisu með stæl. Inni í atburðarrásina flækjast dáleiðslur, gamlar ástkonur og eitthvað sem virðist í fyrstu vera afturganga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Glæsileg mynd um karlakórinn Hekla frá Hveragerði sem fer í ferðalag eftir lát ein meðlims kórsins. Glæsileg kvikmynd sem er mjög skemmtileg og fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög fyndin og skemmtileg íslensk mynd. Klassísk íslensk grínmynd. Ekta pulsu-spóla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.08.2020

Klámfengin heiti á íslenskum kvikmyndum

Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem var...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn