Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var alveg hræðilega leiðinleg.Oft gerist það þegar verið er að gera framhald á mynd sem þarf ekkert að gera framhlas.Stella í orlofi var alveg frábær mynd og átti bara að vera ein og sér.Alveg hræðileg mynd
Virkilega leiðinlegt framhald af Stellu í Orlofi. Skil ekki af hverju var verið að gera hana, því hún er algjörlega tilgangslaus. Þessi mynd er akkúrat öfugt við það sem Stella í Orlofi er, get ekki orðað það öðruvísi. En Laddi er samt allt í lagi í sínu hlutverki.
Úfff, hræðilegt framhald. Langt síðan manni hefur leiðst eins mikið og yfir þessari mynd, eins og maður hafði nokkuð gaman af fyrri myndinni, ferskari og öll léttari í alla staði. Þetta er verra en framhaldið af Dalalíf, þeas Löggulíf. Hvernig ætli framhald Með allt á hreinu verði ? Líst ekki vel á blikuna.
Engan veginn samanburðarhæft við fyrri myndina, þar sem hún var alveg þrælgóð og mjög fyndin.
Þessi er alveg öfugt við hana.
Ég segi kanski ekki að hún sé leiðinleg en ég myndi frekar horfa á Stellu í orlofi tvisvar sinnum í röð heldur en þessa aftur.
Misheppnað framhald, hér hefði átt að gera betur.
Ég geri yfirleitt ekki miklar væntingar til framhaldsmynda, en Stella í framboði var undir mínum væntingum. Í þessari mynd kemur megnið af sömu leikurum og í fyrri mynd fram, m.a. aukaleikarar. Ég var nokkuð ánægður með það, þar sem ég held mikið uppá fyrri myndina og hef séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það vantaði mikið uppá að þessi mynd kæmist með tærnar þar sem Stella í orlofi hafði hælana. Myndatökurnar voru nú ekki til að kvarta undan og leikararnir voru góðir, sérstaklega Laddi. Örfáum óþarfa persónum var bætt inní sem hefði mátt sleppa og gerðu myndina verri. Húmorinn var nánast enginn, handritið ekki gott og myndinni tókst að vera frekar langdregin þrátt fyrir að vera aðeins um 80 mínútur. Hún fer innum annað eyrað og útum hitt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Umbi s.f.
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2002
VHS:
18. september 2003