Fyrsta stiklan fyrir sannsögulega kvikmynd sem byggð er á ævi söngvara hljómsveitarinnar The Smiths, Morrissey, er komin út. Myndin fjallar um líf hans þar til hann hittir gítarleikarann Johnny Marr og þeir stofna The Smiths.
Frumsýna á myndina á kvikmyndahátíðinni í Edinborg nú um helgina, en von er á henni í almennar sýningar í kvikmyndahúsum 4. ágúst nk.
Myndin sem upphaflega hét Steven, er með Jack Lowden (Dunkirk, A United Kingdom) í hlutverki Morrissey og Jessica Brown Findley (Downton Abbey, Black Mirror) sem leikur bestu vinkonu hans Linder Sterling.
Eins og fyrr sagði fjallar myndin einkum um árin áður en hljómsveitin var stofnuð, æsku Morrissey og hvernig hann sigraðist á erfiðleikum og varð sú stjarna sem hann síðar varð.
Í nýlegu viðtali sagði framleiðandi myndarinnar, Orian Williams, að myndinni ljúki þegar Morrissey og Marr hittast í fyrsta skipti.
Leikstjóri er Mark Gill.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
‘England Is Mine’, the trailer for the new Morrissey biopic.pic.twitter.com/z0fKmPTjVM
— The Garage Flower (@TGFblog_) June 30, 2017