Þekktur hljóðmaður látinn

paul aptePaul Apted, hljóðvinnslumaður, og sonur breska leikstjórans Michael Apted, sem vann að ýmsum kvikmyndum á ferlinum, stórum og smáum, er látinn, 47 ára að aldri.

Apted vann nú nýverið að myndum eins og The Wolverine, The Book Thief og The Fault in Our Stars, og vann með föður sínum að myndum eins og Nell. Þá má nefna myndir eins og Prisoners og A Good Day to Die Hard.

Banamein Apted var ristilkrabbi.

Auk þess að vinna með föður sínum að Nell, þá vann hann með honum að myndunum Extreme Measures frá árinu 1996, og Chronicles of Narnia: Voyage of the Dawn Treader, frá 2010.

Apted lætur eftir sig föður sinn, eiginkonuna Gemma, börnin Thomas og Rose, móðurina Jo, og systkinin Jim, John og Lily.