Ben-Hur – fyrsta stikla og plakat!

Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures gaf í dag út fyrstu stiklu og nýtt plakat, fyrir Ben-Hur, sem er byggð á sígildri bók Lew Wallace; Ben-Hur: A Tale of the Christ.

Ben-Hur (1)

Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Jack Huston, Toby Kebbell, Toby Kebbell, Morgan Freeman, Rodrigo Santoro, Nazanin Boniadi, Ayelet Zorer og Sofia Black-D’Elia.

Myndin er sögð fjalla um fyrirgefninguna, og mun Jesús Kristur koma við sögu nokkrum sinnum í myndinni.

Ben-Hur sér Jesús predika í Jerúsalem og verður svo vitni að krossfestingu hans. Jack Huston leikur Ben-Hur, sem er prins Gyðinga, en er svikinn og seldur í þrældóm af fyrrum vini sínum Messala, sem Toby Kebbell leikur. Morgan Freeman leikur manninn sem þjálfar Ben-Hur í akstri á kappaksturshestvögnum, en Ben-Hur vinnur slíka keppni.

Judah snýr heim mörgum árum síðar til að leita hefnda, en fær endurlausn.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 12. ágúst nk.

Ben-Hur