Hátíð tileinkuð The Big Lebowski verður haldin á Íslandi þann 7.mars næstkomandi, en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Eins og flestir kvikmyndaáhugamenn vita þá hefur The Big Lebowski náð einhverjum almesta cult-status sem sést hefur í heiminum síðan hún kom út, og svipaðar hátíðir eru haldnar víða um heim.
Þetta er það sem þú þarft að vita til að mæta!:
Hvað: 3rd.annual – Big Lebowski Fest Iceland
Hvar: Keiluhöllin, Öskjuhlíð
Hvenær: Laugardagskvöldið – 7. Mars
Dagskrá:
20:00 – Festið hefst
21:30 – Myndin „The Big Lebowski“ sýnd
23:30 – Keila
01:00 – Verðlaun fyrir Búningakeppni & Keilu
02:00 – Festinu lýkur
Miðaverð: 2.500 kr.
Miðasala: Bolur.is og Keiluhöllinni
Miðasala er hafin hér: http://bolur.is/collections/754-big_lebowski_hatidin_2009/
Innifalið í miðaverði:
Aðgangur að festinu
.Big Lebowski T-Bolur
..Drykkur
…Keila
Góð tilboð verða einnig á barnum
Takmarkað miðaframboð
„Take her easy dude!“


