Náðu í appið
The Big Lebowski

The Big Lebowski (1998)

"They figured he was a lazy time wasting slacker. They were right."

1 klst 57 mín1998

Jeff "The Dude" Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum.

Rotten Tomatoes79%
Metacritic71
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Jeff "The Dude" Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í nær óskiljanlegan glæpaþráð. Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé Jeffrey Lebowski, milljónamæringur frá Los Angeles, en eiginkona hans skuldar einhverjum þorpurum háar fjárhæðir. The Dude flækist í flókinn vef þegar hann fer og heimsækir hinn raunverulega milljónamæring, til að reyna að fá bætur fyrir teppið sem þorpararnir skemmdu. Hann er síðan ráðinn til að verða tengiliður á milli hins raunverulega Lebowski og þorparanna sem nú hafa rænt eiginkonunni. Vinir The Dude flækjast í málið allt og afleiðingarnar verða vægast sagt kostulegar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PolyGram Filmed EntertainmentUS
Working Title FilmsGB

Verðlaun

🏆

Joel Coen var tilnefndur til Golden Berlin Bear verðlauna

Frægir textar

"Jesus Quintana: Let me tell you something, pendejo. You pull any of your crazy shit with us, you flash a piece out on the lanes, I'll take it away from you, stick it up your ass and pull the fucking trigger 'til it goes "click.""

Gagnrýni notenda (14)

Að sjá mann eins og Jeff Bridges leika svona rólegann gaur eins og the Dude eða Jeffrey Lebowski eins og hann hét með réttu nafni er rosalegt. Hann er frábær persóna. Big Lebowski er ein b...

★★★★★

Hvað er hægt að segja um Big Lebowski annað en að hún sé algjör snilld. Án efa langbesta og langfyndnasta mynd sem Coen-bræður hafa sent frá sér og leyfi ég mér að efast um að þeir e...

★★★★★

The Big Lebowski er mynd um mann sem kallaður er DUDE en heitir í rauninni Lebowski, þegar ráðist er inn á heimili hans og sagt að hann skuldi þeim peninga sem brjótast þar inn en vill hann ...

The Dude er án efa ein svalasta persóna sem að sést hefur á hvíta tjaldinu. Honum er sama um nánast allt nema að spila keilu,hanga með vínum sínum og drekka mikið af White russian. Hann ke...

Án efa besta gamanmynd sem ég hef séð og verður alltaf betri og betri eftir því sem maður sér hana oftar. Jeff Bridges í sínu besta hlutverki til þessa sem The Dude, grasreykjandi, white-...

The Dude, er ein magnaðasta persóna kvikmyndasögunnar, maður sem er ekkert að stressa sig óþörfu..og er ótrúlega svalur. Ég veit ekki hversu margir hafa fengið sér að smakka White Rus...

★★★★☆

Þessi mynd er saga um Jeffrey Lebowski the dude eins og hann vill kalla sig í Los angeles. Það eyðileggst motta hjá honum og hann fer til þess sem hann telur vera ábyrgur og vill nýja mottu, ...

★★★★☆

Drullugóð mynd frá þeim Coen bræðrum vinsælu. Jeff Bridges og John Goodman eru mjög góðir saman og Steve Buscemi er alltaf jafn brilliant. Nokkrir góðir brandarar, mikill hamagangur og sý...

Þessi mynd er ágæt. Það er náttúrulega ekkert varið í söguþráð mynarinnar. Það eru nokkur mjög fyndin atriði í myndinni eins og: atriðið með öskuna, atriðið þegar hann neglir ...

The Big Lebowski er ein af bestu myndum þeirra Coen bræðra. Fjallar um Jeffrey Lebowski(The Dude) sem að gerir ekkert allan daginn nema að fara í keilu með Walter og Donny og reykja. Hann fær ...

Hrein snild. Besta mynd Coen bræðranna. Jeff bridges og John Goodman stadda líka alltaf fyrir sínu, takið þessa og þið munið ekki vera fyrir vonbrigðum.

★★★★☆

Enn ein snilldar myndin frá Cohen bræðrum. Handritið snilld og leikurinn brilliant. John Goodman rokkar og Bridges sem The Dude er svalur.

★★★★★

Af öllum myndum sem ég hef séð þá er þessi í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég hef örugglega séð hana svona 30 sinnum eða oftar og fæ aldrei leið á henni. Það er bara eitthvað við The...

Það er akkúrat ekkert að þessari mynd, nema hún hefði mátt vera lengri - svona sex tímum lengri. Bráðskemmtilegar persónur og frammistaða leikara langt yfir suðumarki. Fjallar í stuttu ...