Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Big Lebowski 1998

Frumsýnd: 30. apríl 1998

They figured he was a lazy time wasting slacker. They were right.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Joel Coen var tilnefndur til Golden Berlin Bear verðlauna

Jeff "The Dude" Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í nær óskiljanlegan glæpaþráð. Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé... Lesa meira

Jeff "The Dude" Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í nær óskiljanlegan glæpaþráð. Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé Jeffrey Lebowski, milljónamæringur frá Los Angeles, en eiginkona hans skuldar einhverjum þorpurum háar fjárhæðir. The Dude flækist í flókinn vef þegar hann fer og heimsækir hinn raunverulega milljónamæring, til að reyna að fá bætur fyrir teppið sem þorpararnir skemmdu. Hann er síðan ráðinn til að verða tengiliður á milli hins raunverulega Lebowski og þorparanna sem nú hafa rænt eiginkonunni. Vinir The Dude flækjast í málið allt og afleiðingarnar verða vægast sagt kostulegar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Að sjá mann eins og Jeff Bridges leika svona rólegann gaur eins og the Dude eða Jeffrey Lebowski eins og hann hét með réttu nafni er rosalegt. Hann er frábær persóna. Big Lebowski er ein besta Cohen myndin, mjög skemmtileg og húmorinn er snilld á pörtum. Þessir Níhilistar voru ógéðslega fyndnir. Ég verð að hrósa Cohen bræðrunum fyrir að gera svona sögu eins og Big Lebowski að svona frábærri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er hægt að segja um Big Lebowski annað en að hún sé algjör snilld. Án efa langbesta og langfyndnasta mynd sem Coen-bræður hafa sent frá sér og leyfi ég mér að efast um að þeir eigi eftir að gefa út betri mynd nokkurn tímann. Handritið er pottþétt og karaktersköpun er með eindæmum skemmtileg,samtölin ótrúlega fyndin og flott og leikarahópurinn er ótrúlegur. Jeff Bridges í allt öðruvísi hlutverki en hann er vanur,John Goodman í hörkuformi og Steve Buscemi er bara alltaf snillingur og að ógleymdum John Turturro í ótrúlega skemmtilegu aukahlutverki. Síðan eru Julianne Moore og Phillip Seymour líka traust í sínum hlutverkum. Fáránlega fullkomin mynd. Ef þú hlærð ekki að þessari þá áttu ekki skilið að hlæja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Big Lebowski er mynd um mann sem kallaður er DUDE en heitir í rauninni Lebowski, þegar ráðist er inn á heimili hans og sagt að hann skuldi þeim peninga sem brjótast þar inn en vill hann ekki minnast þess en pissar þá einn af þeim á teppið hans. Daginn eftir ákveður hann að kíkja til Mr. Lebowski sem greinilega skuldar þeim sem brutust inn til DUDE peninga. Konu Mr. Lebowski hefur verið rænt og er DUDE sendur af Lebowski til þess að afhenda peninginn. En vinur DUDE vill halda milljóninni sem DUDE átti að láta ræningjana hafa svo Lebowski gæti fengið að hitta konu sína aftur. Mr. Lebowski fréttir þetta og er hann ekki mjög ánægður. Fattar DUDE svo að enginn peningur hafði verið í skjalatöskunni og veit þar með að hann vilji láta drepa konuna sína.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Dude er án efa ein svalasta persóna sem að sést hefur á hvíta tjaldinu. Honum er sama um nánast allt nema að spila keilu,hanga með vínum sínum og drekka mikið af White russian. Hann kemur heim eitt kvöldið og þá eru tveir menn þar bíðandi eftir honum og skella honum ofan í klósettið hans. Konan hans á að skulda Jackie Treehorn sem að er klámmyndakóngur einhvern pening. Does this place look like I'm fucking married? The toilet seat's up, man. Eftir þetta hefst atburðarrás full af snilldar frösum og persónum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án efa besta gamanmynd sem ég hef séð og verður alltaf betri og betri eftir því sem maður sér hana oftar. Jeff Bridges í sínu besta hlutverki til þessa sem The Dude, grasreykjandi, white-russian drekkandi, keiluspilandi letingi sem lifir í anda hippatímans og er ótrúlega svalur.. Aukapersónurnar eru stórundarlegar,Steve Busceni sem Donnie og John Goodman sem Walter, Shut the fuck up Donnie.. Samtölin er sum hrikalega fyndin, klámmyndaframleiðandinn sem er að útskýra fyrir Dude að framtíðin í bransanum sé algerlega rafræn..Dude:Well I still jerk off manually...

Takiði þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn