Í nýlegu viðtali var leikarinn Billy Bob Thornton spurður hvort áhorfendur mættu búast við framhaldi af hinni geysivinsælu Bad Santa frá árinu 2003. Thornton kvaðst hafa áhuga á að leika í framhaldinu.
„Það er alltaf verið að spurja mig um Bad Santa. Hún er orðin svona klassísk jólamynd, sem mér finnst frábært. Það hefur verið talað um að gera framhald, Bad Santa 2. Ég væri til í það. Ég hef aldrei gert framhald af myndum mínum, en ég myndi gera það fyrir Bad Santa.“
Bad Santa kom út árið 2003, eins og áður sagði, og fjallaði um svikahrapp sem ákveður að ráða sig sem jólasvein í verslunarmiðstöð með það í huga að ræna búðirnar yfir jólin. En það fer ekki alveg eins og hann hafði vonast til, því hann vingast við furðulegan ungan strák sem þarfnast á hjálp að halda. Billy Bob Thornton mun næst birtast áhorfendum í hasarmyndinni Faster, þar sem hann leikur við hlið Dwayne ‘The Rock’ Johnson.
– Bjarki Dagur