Blade snýr aftur

wesley snipesLeikarinn Wesley Snipes mun snúa aftur í hlutverki Blade í fjórðu myndinni um vampíruböðulinn, en 10 ár eru liðin frá því að þriðja myndin kom út.

Fréttablaðið New York Daily News greinir frá því að Snipes muni fá 3 milljónir USD fyrir leik sinn í myndinni, ásamt hluta af ágóða myndarinnar.

Snipes ræddi fyrst opinberlega um áhuga sinn á myndinni í viðtali við sjónvarpsstöðina MTV fyrir nokkru. Í viðtalinu sagðist hann verið opin fyrir því að gera nýja mynd og að hann hafi lært ýmislegt frá því að hann gerði þriðju myndina sem gæti nýst honum betur fyrir hlutverkið.

Í Blade-myndunum leikur Snipes mann sem hefur það að markmiði að tortíma öllum vampírum í heiminum. Fyrsta myndin kom út árið 1998 og eftir það fylgdu tvær myndir sem voru frumsýndar 2002 og 2004. Í þriðju myndinni fóru m.a. Ryan Reynolds og Jessica Biel með aukahlutverk.