Bond 23 komin í gang – myndband

Nokkurn vegin allt sem við héldum að við vissum um næstu Bond mynd, hefur reynst vera satt. Myndin heitir Skyfall, og tökur hefjast í dag. Daniel Craig er Bond, Javier Bardem er skúrkur myndarinanr, Bérénice Marlohe verður Severin, aðal Bond-stúlka myndarinnar, Naomie Harris leikur field-agent að nafni Eve (semsagt ekki Monnypenny eins og sumir héldu), Judi Dench er enn og aftur M, Ben Wishaw, Ralph Fiennes og Albert Finney eru svo í hlutverkum sem ekki eru gefin upp. Þegar spurt er hvort ástæða þess sé að aðdáendur myndu þekkja þessi þrjú nöfn er ekki neitað.

Sam Mendes er leikstjóri eins og við vitum, og hann staðfesti að fyrir utan Pinewood studios munu tökur fara fram í Shanghai, Istanbúl og Skotlandi. Handritið eftir John Logan og þá Niel Purvis og Robert Wade er sagt vera frábært (eins og þau myndu segja annað). Sagan verður ný og mun ekki tengjast fyrri myndum, samsærissamtökin Quantum úr síðustu mynd munu ekki koma við sögu. Titillinn (Skyfall) mun hafa tilfinningalega merkingu. Sam Mendes segist örugglega vilja koma aftur ef að þessi mynd gengur eins og óskast. Barbara Broccoly svarar „Definitely“ þegar spurt er hvort Daniel Craig verði í fleiri myndum, og hann segir sjálfur vonast til þess að geta gert þetta í nokkur ár í viðbót. Talað er um að myndin verði svipuð í tón og Casino Royale, og að Bond muni fara úr að ofan – já þetta kom fram.

Plott myndarinnar hljómar svona: „Það reynir á tryggð Bond við M er fortíð hennar leitar til baka og ásækir hana. Er MI6 verður fyrir árás þarf 007 að leita uppi og eyða ógninni, sama hve persónuleg fórnin gæti orðið“ Eða bara svona á ensku:

„Bond’s loyalty to M is tested as her past comes back to haunt her. As MI6 comes under attack, 007 must track down and destroy the threat, no matter how personal the cost.“

Skyfall merkir 50 ára afmæli Bond seríurnnar, en Dr. No kom út 1962. Í dag eru einmitt akkúrat 50 ár síðan að Sean Connery var staðfestur í hlutverk Bond. Þetta er líka lengsta bilið á milli Bond mynda, án þess að skipt sé um leikara. Myndin kemur út 26. október 2012 í Bretlandi, 9. nóvember í Bandaríkjunum og á svipuðu róli hér.

Myndband frá blaðamannafundinum er nú komið á netið: