Þór aðstoðar Draugabana

chris-hemsworth-thorLeikstjórinn Paul Feig tilkynnti á Twitter í dag að hann hefði ráðið engan annan er Þór leikarann Chris Hemsworth í nýju Ghostbuster myndina, en hún er endurræsing á upphaflegu seríunni, með konur í öllum aðalhlutverkunum.

Hemsworth mun leika ritara og aðstoðarmann draugabananna.

Twitter tíst Feig skýrir ekki nánar frá hlutverkinu, en Deadline vefurinn segir að Hemsworth muni leika mann sem aðstoðar draugabanana í tæknimálum, eins og það er orðað í frétt.

Draugabanana leika þær Melissa McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon og Leslie Jones.

Hemsworth hefur verið að breikka hlutverkaval sitt upp á síðkastið og tekið að sér fleiri gamanhlutverk. Bráðlega sést hann á hvíta tjaldinu í Vacation endurræsingunni, sem eiginmaður Audrey Griswold.

Tökur á Ghostbusters munu fara fram í New York í sumar og frumsýning er áætluð 22. júlí 2016.