Börnin eru aftur best

Myndin What To Expect When You Are Expecting, sem fjallar um fimm pör, og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið, náði langbesta árangri á DVD í vikunni, en myndin er aðra vikuna á röð á toppi DVD vinsældarlistans á Íslandi.

 

Aftur í öðru sæti er vísindatryllirinn Prometheus eftir Ridley Scott, sem tekin var að hluta á Íslandi. Þriðja sætið vermir svo hin rómantíska gamanmynd The Five Year Engagement Plan og Jason Statham er harður í fjórða  sætinu í Safe, og fer niður um eitt frá því í síðustu viku.

Bruce Willis Spennumyndin Cold Light of Day er síðan í fimmta sætinu.

Hér geturðu skoðað hvað er væntanlegt á DVD og hvaða myndir eru nýkomnar ofl.

Einnig eru væntanlegar myndir hér í Myndir mánaðarins. 

Hér að neðan er listinn í heild sinn: