Þorvaldur Davíð í Dracula

Stórmyndin Dracula Untold með Þorvaldi Davíð, Luke Evans og Dominic Cooper á meðal leikenda verður frumsýnd föstudaginn, 3. október. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Sam-Egilshöll, Sam-Keflavík, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Króksbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Borgarbíói Akureyri.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan – Þorvaldur Davíð sést ef spólað er fram á 1.09 í myndbandinu:

Í myndinni er hin þekkta goðsögn rithöfundarins Brams Stoker, Dracula, komin í glænýjan og svalari búning. Um er að ræða upphafssögu þar sem prinsinn Vlad frá Transylvaníu er sýndur í ljósi gallaðrar hetju í stað drungalegu skepnunnar sem flestum er kunnug. Söguþráðurinn segir frá því þegar Vlad neyðist til þess að hætta á eilífa bölvun til að bjarga eiginkonu sinni og syni úr klóm tyrkneskra hermanna. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem myrkir galdrar, stríð og harmleikur taka við.

ddadad

Hinn naglharði Luke Evans (Fast & Furious 6) fer með titilhlutverkið og til gamans má geta að Þorvaldur Davíð Kristjánsson (Svartur á leik, Vonarstræti) fer einnig með stórt hlutverk í myndinni, hlutverk Bright Eyes.

Film Title: Dracula Untold

Aldursmerking: 16 ára