Frumsýning: 3 days to Kill

Myndform frumsýnir í dag 7. mars spennumyndina 3 Days to Kill, í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

Aðalhlutverk í myndinni leikur Kevin Costner en einnig fer Íslendingurinn Tómas Lemarquis með hlutverk í myndinni.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Ethan Runner (Kevin Costner) er launmorðingi á vegum ríkisstjórnarinnar sem fréttir að hann sé með banvænan sjúkdóm. Hann segir starfi sínu lausu og ákveður að verja meiri tíma með dóttur sinni, en hann hefur haldið þeim fjarri sér til þess að forða þeim frá hættu. En þegar ríkisstjórnin býður honum nýtt lyf sem gæti bjargað lífi hans í skiptum fyrir eitt lokaverkefni, getur hann ekki neitað – þó að það þýði að hann þurfi að eltast við hættulegasta hryðjuverkamann í heimi ásamt því að passa dóttur sína á meðan konan hans skreppur úr bænum!

kevin costner

Fróðleiksmolar til gamans:

Myndin var tekin upp í Belgrad annars vegar og í París hins vegar,
fyrir utan æsilegt lokaatriðið sem var kvikmyndað í Vattetot-sur-Merhéraðinu
í Normandí á norðurströnd Frakklands.

Aldursmerking: 12 ára

DF5E4208 DF5E4406 DF5E6415