Þýskir kvikmyndadagar í byrjun febrúar

Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í níunda sinn dagana 2. – 11. febrúar 2018 í samstarfi við Þýska Sendiráðið á Íslandi.

Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með In the Fade í leikstjórn Fatih Akin hinni þekktu leikkonu Diane Kruger (Inglourious Basterds, Brúin, Troy) í aðalhlutverki en hún vann verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Cannes 2017 en myndin var tilnefnd til Gullpálmans á sömu hátíð.

Samtals verða sýndar sex nýjar og nýlegar kvikmyndir, en kvikmyndadagarnir hafa svo sannarlega fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburðurinn í Reykjavík.

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sjá dagskrá og sýningartíma hér að neðan. Smelltu á mynd til þess að fá upplýsingar.


​IN THE FADE: https://bioparadis.is/kvikmyndir/in-the-fade/


WILDE MOUSE: https://bioparadis.is/kvikmyndir/wild-mouse/


​IN TIMES OF FADING LIGHT: https://bioparadis.is/kvikmyndir/in-times-of-fading-light/


​THE YOUNG KARL MARX: https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-young-karl-marx/


​BEUYS: https://bioparadis.is/kvikmyndir/beuys/


​TONI ERDMANN PARTÍSÝNING: https://bioparadis.is/kvikmyndir/toni-erdmann/


​HÖRÐUR: https://bioparadis.is/kvikmyndir/hordur-zwischen-den-welten/