Cage í draugamynd – Sjáðu stikluna!

Fyrsta stiklan úr draugamyndinni Pay the Ghost, með Nicolas Cage í aðalhlutverki, er komin út. nicolas cage

Cage leikur Mike Cole sem týnir syni sínum í skrúðgöngu á hrekkjarvökunni í New York.
Í framhaldinu fer Cole að skynja nærveru sonar síns og í ljós kemur að hann hefur verið numinn á brott af draugum.

Cole hefur þá leit að syni sínum í von um að endurheimta hann áður en hann hverfur fyrir fullt og allt yfir í andaheiminn.

Auk Cage fara með hlutverk í myndinni Sarah Wayne Callies, Veronica Ferres, Lyriq Bent, Alex Mallari Jr. og Sofia Wells.

Leikstjóri er Uli Edel en ein hans þekktasta mynd er Last Exit To Brooklyn. Pay the Ghost er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum í september.