Cage sem Hellblazer

Leikarinn Nicholas Cage er kannski hættur við að leika Ghost Rider, hann er kannski hættur við að leika Superman en hann er ekki hættur við það að leika karakter úr myndasögu. Hann hefur nú skrifað undir samning um að leika John Constantine í kvikmyndinni Hellblazer sem byggð verður á samnefndum myndasögum (það er ástæða fyrir því að Hollywood leitar sífellt í myndasögur eftir efni, myndasögur eru svalar). Constantine þessi er breskur galdramaður í rykfrakka sem fiktar við það yfirnáttúrulega og keðjureykir Silk Cut sígarettur. Í þessari mynd mun hann ganga í lið með kvenkyns lögregluþjóni í baráttunni gegn hinu illa. Myndinni verður leikstýrt af Tarsem Singh ( The Cell ) og framleidd af Richard og Laura Schuler-Donner ( X-Men ).