Báðar Charlie’s Angels myndirnar hafa samanlagt grætt yfir $500 milljónir umhverfis heiminn, svo það er ekki skrítið að Drew Barrymore, sem er líka einn af framleiðendunum, vilji fá þriðja eintakið í seríunni.
Drew hefur að undanförnu verið að kynna nýjustu mynd sína, He’s Just not that Into you, og hefur hún verið að tjá sig í viðtölum hvað hana langar mikið að sparka í rassa á ný ásamt Cameron Diaz og Lucy Liu, en þær eru víst líka vel til í tuskið aftur. Drew segist jafnvel vilja bæta við fjóra aðilanum í teymið.
Annars er ólíklegt að McG snúi aftur í leikstjórastólinn. Hann er fullupptekinn þessa dagana við að klára Terminator: Salvation, og eftir það mun hann sennilegast taka að sér endurgerð á sögunni 20,000 Leagues Under the Sea.
Ef Charlie’s Angels 3 fer í framleiðslu mætti ekki búast við henni fyrr en seinnipartinn á næsta ári.

