Chewbacca syngur Heims um ból

chewbaccaHefurðu einhverntímann velt fyrir þér hvernig jólalagið þekkta Heims um ból myndi hljóma í flutningi Chewbacca úr Star Wars, eða Loðins, eins og persónan heitir á Íslensku?

YouTube rásin How It Should Have Ended, sem gerir grínútgáfur af þekktum stórmyndum, setti sprenghlægilega útgáfu af þessu heimsfræga jólalagi inn á rásina nú fyrr í vikunni.

Í myndbandinu eru klipptar saman ýmsar senur af Chewbacca úr Star Wars myndum, þar sem hann ýlfrar af sinni alkunnu snilld.

Eins og segir í frétt Variety þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem Loðinn hefur upp raust sína á Internetinu því söngur hans heyrðist fyrst árið 1999.  Nýja útgáfan hefur hinsvegar verið uppfærð með efni úr Star Wars: The Force Awakens.

Kíktu á ljúfa og Loðna tóna hér fyrir neðan: